Boð og bönn.

þá eru tvær vikur búnar í heilsuferðalaginu mínu og mér líður vel,Þrátt fyrir stanslausa strengi og auma vöðva. Sem segir mér að ég hlýt að vera gera eitthvað rétt. Mataræðið hefur gengið vel og viktin hefur farið niðurá við,sem er geggjað. Allt í rétta átt. 

Sá yndislegi tími páskar eru framundan með smá blendnum tilfinningum.....'aumingja ég,ég má ekki fá páskaegg,ég má ekki þetta og ég má ekki hitt'. Hvaða væll er nú þetta,á ég eitthvað bágt eða? Nei þvert á móti er ég loksins með áætlun og plan til að fara eftir og lifa eftir. Mér er engin vorkunn. Það sem er nefnilega svo skemmtilegt við þessar breytingar er allur nýji maturinn eða allar nýju uppskriftirnar sem ég er að prófa og á eftir að prófa sem er svo geggjað,endalaust af nýjum útfærslum og allskonar sem maður hefur ekki smakkað. Nýr heimur hefur litið dagsins ljós og bíð ég með eftirvæntingu eftir páskunum og nýstárlega páskaglaðningnum mínum. Hef t.d hugsað mér að gera þessa dýrindis sitrónuköku sem Marta María hefur gefið uppskrift af,lofar góðu.

Mitt mottó fyrir þessa páska er hreyfing,jákvæðni og vera sjálfri mér samkvæm. Það er nefnilega enginn sem setur mér lífsreglurnar nema ég sjálf og núna er bara ekki borðaður neinn sykur og passa mig að hugsa ekki þannig að hann sé bannaður heldur akvörðunartaka.

 

Góðar stundir og gleðilega páska

Elín Lilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband