Nákvæmlega það sem ég þurfti.

Nú líkur formlegu heilsuferðalagi Smartlands og Hreyfingar í vikunni. Þegar ég lít til baka á síðustu 10 vikur er mér efst í huga hversu heppin ég var að komast í þetta prógram og hversu ótrúlega skemmtilegt þetta hefur verið. Svo margt sem ég hef lært og svo margt sem mér hefur áskotnast eins og t.d öll þessu frabæru Solaray vítamín sem hafa hjálpað mikið til við að halda úti orku yfir daginn sem og koma skikki á meltinguna. Ég var aðeins byrjuð að finna fyrir hitabreytingum en með FemiBalance frá Solaray hefur ekkert borið á þeim.

Ekki má gleyma Nike íþróttafatnaðinum og glæsilega Speedo sundbolnum svo nú er maður heldur betur fær í flestan sjó. Allt er þetta inni í þeim stóra áfanga að öðlast betri heilsu og betra lif,sem ég hef svo sannarlega hlotið. Allt hefur breyst,kílóin hafa dottið af,þolið aukist mikið og svefninn lagast til muna. Einnig hefur mataræðið breyst mikið og hugsa ég töluvert meira um það sem ég borða ásamt því að hafa náð að skera niður sykurát um 95%.

 

Ég er mjög sátt með árangurinn og Heilsuferðalagið í heild sinni,það voru forrêttindi að fá að taka þátt í þessu og kynnast þessum frábæru konum. 

Takk allir sem komu að þessu á einn eða annan hátt og ekki síst strákarnir mínir sem hafa stutt mig dyggilega áfram í baráttunni. En þetta er ekki búið maður verður að huga að því alla ævina hvernig maður fer með sjálfan sig og ef maður nær þeirri hugarfarsbreytingu sem ég nãði þá eru manni allir vegir færir.

Lifið heil

Elín Lilja

 


Hvað tekur við?

Þá fer nú heldur betur að síga á seinni hlutann á þessu lika skemmtilega heilsuferðalagi mínu. Var pínu óheppin og lagðist i flensu og hef verið alveg ótrúleg lengi að ná upp þreki og þoli. Alveg með ólíkindum hvað maður er fljótur að tapa niður því sem komið var en þetta er allt að koma.

Nú verður maður að fara að skipuleggja hvað tekur við eftir 10.vikna heilsuferðalagið. Eitt er víst að það er ekki í boði að leggja upp laupana og láta þetta gott heita því maður er nú bara rétt að komast í gírinn. Ég talaði um það hér í byrjun að mig langaði að geta farið að ganga meira og jafnvel á fjöll,samt ekki Everest en svona aðeins minni fjöll. Ég finn það að ég er farin að geta gengið mun lengur en áður án þess að fá verki í bak og mjaðmir sem er mikill léttir.Að komast á Esjuna yrði stór sigur fyrir mig og stefni ég þangað von bráðar.

Svo væri náttúrulega frábært ef við stelpurnar gætum haldið hópinn og jafnvel stofnað gönguklúbb sem hittist kanski einu sinni í viku og gengið saman.

Nú er bara að taka endasprettinn með trompi svo maður nái nú því sem maður lagði upp með í byrjun ferðalagsins.

over and out

Elín Lilja

 


Allt að gerast.

Nú þegar heilsuferðalagið er rétt að verða hálfnað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Síðustu vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar og skemmtilegar en líka pínu erfiðar og þá sérstaklega síðasta vika. En það lyftist nú aðeins brúnin á kerlu þegar niðurstöður nýjustu mælinga lágu fyrir.Nokkur kíló farin að slatti af sentimetrum. Ef það gefur manni ekki kraft og löngun til að halda áfram þá veit ég ekki hvað. 

Solary vítamínin eru að byrja að kikka inn og þolið er að aukast en maður verður að gefa öllum þessum vitamínum og bætiefnum tíma til að virka áður en maður kastar þeim frá sér og ákveður að þau virki ekki.Hversu oft hefur maður ekki keypt sér eitthvað vítamín sem á að gera þetta eða hitt fyrir mann en svo klárar maður ekki einusinni glasið og segir svo að það virki ekki. Það er nefnilega kannski rétt að byrja að virka þegar maður hættir.

Ég hef fulla trú á að seinni parturinn af heilsuferðalaginu verði mun árangursríkari þar sem ég get farið að beyta mér af meiri krafti. Ég veit líka að heilsuferðalaginu lýkur ekki eftir 5 vikur heldur mun það halda áfram um ókomna tíð og við stelpurnar haldið hópinn og stutt hvora aðra í baráttunni.

Knús á ykkur

Elín Lilja

 


Áfram feta ég veginn.

Þrjár vikur búnar af 10 og áfram feta ég veginn til bætts lífstíls og betri líðan. Páskar eru ný liðnir og gengu þeir vonum framar hvað varðar mataræði,eiginlega betur en ég þorði að vona. Það er greinilega svo mikið rétt að hugarfar skiptir öllu máli og skipulag.

Ég fer t.d einu sinni í mánuði í söluferð og gisti eina nótt,hingað til hafa ferðirnar einkenst af því að vera alltaf með nammi og gos í bílnum,semsagt símaulandi eitthvað og þá aðalega óholt og með fullt af sykri. Svo var fengið sér eina með öllu og jafnvel pizza í kvöldmat eða borgari. En nú er allt breitt,ég tek núna með mér sodavatn,epli eða banana og ef ég ætla að vera súper góð við mig fæ ég mér bitafisk,útbý svo gott djúsí salat um kvöldið.

Það er núna komin vika síðan ég fékk þessi frábæru vítamín og bætiefni frá Solary. Ég þessi baksjúklingur og verkjapési er nánast að geta lagt bólgueyðandi pillurnar á hilluna,sem er frábært. Þetta inniheldur allskonar frábær efni einsog Turmerik og Bromelin. Og svo auðvitað hreyfingin.

Langar í lokin að deila með ykkur frábærri uppskrift af bollabrauði sem ég smakkaði hjá góðum vinum í Stykkishólmi,en það er algjör snilld fyrir þá sem vilja sniðganga sykur,ger og sterkju.

1 egg

1/2bolli Husk(trefjar)

1tsk kókoshveiti kúfuð

1/2tsk sjávar salt,má vera minna

1/2tsk vínsteinslyftiduft

3-4tsk rjómi

korn að vild ef vill.

Öllu hrært saman í bolla eða könnu,sett í örbylgjuofn í ca 2 1/2 mín.

Brauðinu síðan hvolft úr bollanum og skorið.

 

Njótið

Mbk

Elín

 

 

 

 


Boð og bönn.

þá eru tvær vikur búnar í heilsuferðalaginu mínu og mér líður vel,Þrátt fyrir stanslausa strengi og auma vöðva. Sem segir mér að ég hlýt að vera gera eitthvað rétt. Mataræðið hefur gengið vel og viktin hefur farið niðurá við,sem er geggjað. Allt í rétta átt. 

Sá yndislegi tími páskar eru framundan með smá blendnum tilfinningum.....'aumingja ég,ég má ekki fá páskaegg,ég má ekki þetta og ég má ekki hitt'. Hvaða væll er nú þetta,á ég eitthvað bágt eða? Nei þvert á móti er ég loksins með áætlun og plan til að fara eftir og lifa eftir. Mér er engin vorkunn. Það sem er nefnilega svo skemmtilegt við þessar breytingar er allur nýji maturinn eða allar nýju uppskriftirnar sem ég er að prófa og á eftir að prófa sem er svo geggjað,endalaust af nýjum útfærslum og allskonar sem maður hefur ekki smakkað. Nýr heimur hefur litið dagsins ljós og bíð ég með eftirvæntingu eftir páskunum og nýstárlega páskaglaðningnum mínum. Hef t.d hugsað mér að gera þessa dýrindis sitrónuköku sem Marta María hefur gefið uppskrift af,lofar góðu.

Mitt mottó fyrir þessa páska er hreyfing,jákvæðni og vera sjálfri mér samkvæm. Það er nefnilega enginn sem setur mér lífsreglurnar nema ég sjálf og núna er bara ekki borðaður neinn sykur og passa mig að hugsa ekki þannig að hann sé bannaður heldur akvörðunartaka.

 

Góðar stundir og gleðilega páska

Elín Lilja.


Get meira en ég held.

Þá er heilsuferðalagið farið að rúlla aðeins af stað og vika tvö byrjuð og fyrsta helgin að baki,helgin sem mér kveið hvað mest fyrir þar sem fyrirhugaðar voru tvær veislur og ég með gesti alla helgina.Það sem ég gerði öfugt miðað við svo oft áður þá skipulagði ég sjálfan mig og passaði að eiga allskonar sem hentaði mér svo ég myndi ekki freistast í einhverja óhollustu. Málið er að ég hef alltaf sagt við sjálfa mig'ég á aldrei eftir að geta hætt að borða brauð,kökur,nammi'og hvað þetta heitir allt saman. Af hverju þarf ég að hætta að borða allt þetta sem mér finnst svo gott? Svo geta aðrir gúffað í sig og litið samt vel út. Svona hefur þankagangurinn verið hjá mér í mörg ár og tími til kominn að snúa við blaðinu. Og viti menn þetta er ekki eins erfitt og ég hélt og í rauninni getur maður miklu meira en maður oft heldur. Ég tala nu ekki um allan ávinningin sem maður hlýtur í betri liðan. Síðasta vika hefur verið frábær og verður þessi ekki síðri. Hlakka til að að vakna á morgnana til að takast á við nýjan dag🌻


Að breyta mataræði.

Að breyta mataræði er eitthvað sem maður gerir kanski ekki svona út í bláinn. Fyrir mig er það töluverð pæling og líka miklar breytingar fyrir aðra fjölskyldumeðlimi,því ekki getur maður verið með margrêttað alla daga. Þar sem undirrituð hefur ákveðið að snúa við blaðinu og taka til í skápum og skúffum og fjarlægja þar óvelkomnar vörur sem hafa átt sinn samastað í skápunum mínum í mörg ár og bjóða þar með nýjum og spennandi vörum og HOLLARI greiðan aðgang:)

Með því að vera valin í þetta frábæra 10.vikna heilsuprógramm Smartlands og Hreyfingar og fá þetta tækifæri til að koma skikki á hlutina hvað varðar hreyfingu og mataræði þá opnast fyrir manni ýmislegt sem kemur manni af stað og allt verður eitthvað svo miklu skemmtilegra.

Dagur 2 er að kvöldi kominn og mér lîður vel,enginn eða allavega mjög lítill sykur verið látinn inn fyrir varir,mikið grænmeti og ávextir og mjög lítið brauð.Veit að þetta á eftir að takast núna :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband