Áfram feta ég veginn.

Þrjár vikur búnar af 10 og áfram feta ég veginn til bætts lífstíls og betri líðan. Páskar eru ný liðnir og gengu þeir vonum framar hvað varðar mataræði,eiginlega betur en ég þorði að vona. Það er greinilega svo mikið rétt að hugarfar skiptir öllu máli og skipulag.

Ég fer t.d einu sinni í mánuði í söluferð og gisti eina nótt,hingað til hafa ferðirnar einkenst af því að vera alltaf með nammi og gos í bílnum,semsagt símaulandi eitthvað og þá aðalega óholt og með fullt af sykri. Svo var fengið sér eina með öllu og jafnvel pizza í kvöldmat eða borgari. En nú er allt breitt,ég tek núna með mér sodavatn,epli eða banana og ef ég ætla að vera súper góð við mig fæ ég mér bitafisk,útbý svo gott djúsí salat um kvöldið.

Það er núna komin vika síðan ég fékk þessi frábæru vítamín og bætiefni frá Solary. Ég þessi baksjúklingur og verkjapési er nánast að geta lagt bólgueyðandi pillurnar á hilluna,sem er frábært. Þetta inniheldur allskonar frábær efni einsog Turmerik og Bromelin. Og svo auðvitað hreyfingin.

Langar í lokin að deila með ykkur frábærri uppskrift af bollabrauði sem ég smakkaði hjá góðum vinum í Stykkishólmi,en það er algjör snilld fyrir þá sem vilja sniðganga sykur,ger og sterkju.

1 egg

1/2bolli Husk(trefjar)

1tsk kókoshveiti kúfuð

1/2tsk sjávar salt,má vera minna

1/2tsk vínsteinslyftiduft

3-4tsk rjómi

korn að vild ef vill.

Öllu hrært saman í bolla eða könnu,sett í örbylgjuofn í ca 2 1/2 mín.

Brauðinu síðan hvolft úr bollanum og skorið.

 

Njótið

Mbk

Elín

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband